Fimmtudagur 23. janúar, 2025
-0.9 C
Reykjavik

Erlendur ferðalangur fannst látinn í Jökulsá

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ferðamaður, sem féll í Jökulsá við Stuðlagil upp úr tvö í dag, fannst látinn um klukkan fimm í dag.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi er um að ræða erlenda konu á fertugsaldri sem var á ferð með öðrum einstaklingi. Fannst hún látin í ánni skammt neðan við gilið.

Um klukkan hálf þrjú í dag barst lögreglunni tilkynning um manneskju í ánni við gilið og voru björgunarsveitir víða af Austurlandi kallaðar út auk sjúkraliðs og lögreglu. Þá fóru þyrlur Landhelgisgæslunnar í lofið og var nýkomin á vettvang er leitinni lauk.

Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónnn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir í samtali við Austurfrétt að aðgerðir við Stuðlagil hafa gengið vel en að slæmt farsímasamband sé þó í gilinu sjálfu. Var talinn möguleiki á því að sterkir straumar árinnar hefðu hrifið konuna með sér og borið hana niður farveginn. Því voru ráðstafanir gerðar meðfram ánni til leitar.

Nú rannsakar lögreglan á Austurlandi tildrög slyssins en ekki getur hún veitt frekari upplýsingar að svo stöddu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -