Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Erlendur skíðamaður slasaðist í snjóflóðinu í Fnjóskadal

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Snjóflóð féll í Þveráröxl í Fnjóskadal í dag en fjórir erlendir skíðamenn voru á svæðinu. Einn þeirra lenti í flóðinu og slasaðist á fæti.

Lögreglan á Norðurlandi eystra sendi frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að fjórir erlendir skíðamenn hafi verið í Fnjóskadal þegar snjóflóð féll þar en tilkynning um það barst klukkan 15:38. Einn þeirra slasaðist á fæti. Ekki er vitað hvort frekari slys hafi orðið á fólki en aðgerðarstjórn hefur verið virkjuð á Akureyri og hafa björgunarsveitir á Grenivík, Akureyri og aðrar björgunarsveitir í Eyjafirðinum verið kallaðar út. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út.

„Miðað við þær upp­lýs­ing­ar sem sem nú liggja fyr­ir voru fjór­ir er­lend­ir skíðamenn á ferð á þess­um stað og mun einn þeirra hafa orðið fyr­ir flóðinu. Sá er slasaður á fæti. Ekki er vitað til þess að önn­ur slys hafi orðið á fólki,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -