Laugardagur 16. nóvember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Erna Hrönn fór í magaminnkun og missti fimmtíu kíló: „Ég sá ekki fram á lengra líf“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Söngkonan Erna Hrönn Ólafsdóttir fór í magaminnkun fyrir einu og hálfu ári síðan og missti í kjölfarið fimmtíu kíló. Erna Hrönn sem er fjörtíu og eins ár í dag útskýrir hvernig hraðinn í samfélaginu og lífsgæðakapphlaupið hafi ollið því að fyrir tveimur árum síðan hafi verið tekið í taumana hjá henni og hún stoppuð af.

Erna segir frá reynslu sinni í einlægu viðtali hjá Felixi Bergsyni í þættinum Fram og til baka.

„Ég hef gert mikið og margt og upplifað ansi marga hluti,“ segir Erna Hrönn og útskýrir hvernig í lok árs 2019, skömmu eftir brúðkaupið hennar, hafi hún kynnst því sem hún kallar lífsbruna. „Kulnun sem tók mig gjörsamlega niður á jörðina,“ segir Erna og útskýrir hvernig í kjölfarið hún hafi komist að í starfsendurhæfingu hjá VIRK.

„Ég sá ekki fram á lengra líf,“, tjáir Erna og segir frá þegar hún sat hjá sálfræðingi og útskýrir hvernig henni, á þessum myrka stað, fannst hún hafa upplifað allt sem hún þyrfti. „Það skringilegasta að segja frá er hversu sátt ég var að kveðja lífið.“ Um Ernu Hrönn fer hrollur þegar hún hugsar til baka þar sem að í dag henni þykir fásinna þar sem hún eigi svo margt eftir ólifað. Enda á góðum stað í dag og sátt við lífið og sjálfa sig.

VIRK

Erna fékk inn hjá VIRK rétt fyrir Covid og fékk fyrirmæli ráðgjafa síns um að aðhafast ekkert. Best væri fyrir hana að hvílast og sofa. Á tveimur árum fékk hún tíma til að vinna í sínum málum og styrkja sig andlega, kjarkinn til að klára óuppgerð mál. „Þarna voru mál sem var erfitt að „feisa““,og útskýrir hvernig hún hafi fengið rými til að klára bakkalárgráðuna sem hún lauk með prýði. Hún lýsir því hvernig ánægjan við að ljúka óuppgerðum hlutum sem setið höfðu á hakanum hafi verið hvati til frekari bóta og ýtt henni til að sjá ljósið.

Efnaskiptaaðgerð og magaermi

„Ég fór í efnaskiptaaðgerð og magaminnkun, magaermi. Það var svo stór og góð ákvörðun […] í kjölfar á þessum tveimur árum þar sem ég tók mig í gegn var ég komin á einhverja endastöð líkamlega. Það var svo leiðinlegt, þetta dansaði ekki saman. Ég var rosalega orkumikil í huganum á meðan líkamaninn sagði stopp,“ segir Erna Hrönn og útskýrir hvernig hún hafi glímt við yfirþyngd, vefjagigt og lifað á verkjalyfjum. Orkulaus. Við útskriftina hjá VIRK voru næstu skref örorka, einfaldlega vegna líkamlegra kvilla Ernu.

- Auglýsing -

„Ég ákvað það að það væri ekki mín endastöð,“ segir Erna sem tók upp veskið og ákvað að sækja um að komast í magaminnkunaraðgerð og komst að tveimur mánuðum síðar. Aðgerðin var dýr útskýrir hún en segir hana sannarlega hafa verið hverrar krónu virði.

„Því í dag, einu og hálfu ári síðar, er ég búin að missa fimmtíu kíló,“ segir Erna Hrönn og lýsir léttinum ekki einungis líkamlega heldur einnig andlega. Að geta staðið sátt fyrir framan spegilinn eða uppi á sviði og verið sátt með konuna sem þar er.

Óendanlega sátt með lífið segir Erna Hrönn að endingu: „Í dag er ég óstöðvandi.“

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -