Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Ertu A eða B manneskja? Eða jafnvel í einhverjum öðrum hóp…

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hver hefur ekki heyrt talað um A- eða B- týpuna? Í þessu samhengi er vanalega átt við mismunandi svefnmynstur hjá fólki. Nú hafa vísindin sýnt fram á að til eru mismunandi grundvallarmynstur.

Í daglegu tali er talað um að A-manneskjur séu hressu týpurnar, vakna snemma á morgnana, en þreytast líka snemma. Á meðan B-manneskjur vakna seint, en geta aftur á móti haldið sér vakandi langt fram eftir kvöldi.

Ræðst af genum

Vísindamenn hafa rannsakað þessa kenningu og komist að því að svefnvenjur stjórnast af erfðum. Þessar niðurstöður komu fram í rannsókn sem var framkvæmd á árinu 2017 af bandarískum vísindamönnum.

Sama ár skilgreindi rússneski svefnrannsakandinn Arcady A. Putilov enn nánar A- og B-manneskjur, en hann vill meina að fólk skiptist í fleiri en bara tvo hópa. Hann hefur skilgreint fólk niður í nokkra ólíka svefnvenjuhópa.

Gæti skipt sköpun fyrir þróun mannsins

Tvíburar sem ólust upp á sitthvorum stað voru m.a.. rannsakaðir og komust að því að þeir tilheyrðu sama svefnvenjuhóp burséð frá því að hafa alist upp í ólíku umhverfi. Ef svefnvenjur eru í raun bundið genunum, gæti það hafa skipt máli fyrir þróun mannsins.
Í veiðimanna – og safnarasamfélög í fortíðinni var nánast alltaf einhver sem var vakandi og gat staðið vaktina á svæðum þar sem voru rándýr eða aðrir hópar manna. Þrátt fyrir  mismunandi svefnvenjuhópar manna, virðist svefnþörfin nokkurn vegin vera sú sama hjá öllum. Talað er um átta og 11 tíma fyrir börn og unglinga og milli sjö og níu tíma fyrir fullorðna.
Hér má sjá sjá ólíka týpur samkvæmt vísindamönnum:

1. Morguntýpan (A-manneskja)

A-fólk er hresst á morgnana og í meðallagi hresst um miðjan dag en þreytist snemma kvölds.

2. Kvöldtýpan (B-manneskja)

B-fólk er þreytt á morgnana, í meðallagi hresst um miðjan dag og hresst á kvöldin.

- Auglýsing -

3. Virka týpan

Þessi hópur er venjulega frekar ferskur allan daginn.

4. Hádegislúratýpan

Byrjar daginn hress, þreytist um miðjan dag og endar sæmilega hress að kvöldi til.

5. Dagtýpan

Þessi hópur byrjar daginn rólega, er sérlega hress um miðjan dag og endar daginn sæmilega hress.

- Auglýsing -

6. Meðallagstýpan

Þessi hópur hefur jafna en frekar lága orku allan daginn.

Heimild:

Researchgate

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -