Fimmtudagur 2. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Eurovisionsöngkona og hinseginsamfélagið í hár saman: „Okkur hefur verið hótað útilokun og ofbeldi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Okkur hefur verið hótað margvíslegri útilokun og ofbeldi. Fjölskyldumeðlimir hafa fengið skilaboð þar sem áhyggjum og andúð á mér er lýst og fólki sem hefur stutt við okkar málstað er gert upp hatursfullar skoðanir,“ skrifar Iva Marín Adrichem, aktivísti og söngkona í grein á Mannlífi.

Hún fullyrðir að skoðanakúgun þrífist innan hinsegin samfélagsins. Iva, sem er þekkt fyrir þáttöku sína í Eurovision og fyrir einstakan flutning á laginu Barn, lýsir heiftarlegum átökum meðal hinsvegin fólks. Svo virðast sem tvær fylkingar séu að myndast þó óljóst sé hve marga hvor fylking hefur að baki sér. 

Sjá einnig: „Hinsegin menning“

Í grunninn snýst málið um transfólk og menningarstríð af erlendri fyrirmynd. Íva talar gegn gagnrýni sumra hinsegin fólks á J. K. Rowling rithöfund sem hefur verið sökuð um transhatur. Iva segir hana þó einungis fullyrða það sem vísindi segja. Í greininni segir hún:

„Á dögunum lét höfundur einnar þekktustu bókaseríu í heimi þau orð falla á samfélagsmiðlum að einungis séu til tvö líffræðileg kyn, þ.e. karlar og konur. Hún hafði sett spurningarmerki við að konu í Bretlandi var vikið úr opinberu starfi fyrir að segja opinberlega að líffræðilegu kynin séu tvö. Jafnframt mótmælti hún því að fólk væri þvingað til að nota orð eða orðræðu sem samræmist ekki vísindum, s.s. að fólk fari á blæðingar, ekki konur.“

Átökin urðu til þess að hún og félagar hjennar hafa stofnað nýjan vettvang fyrir sín mál og snúið baki við hinu gamla hinseginsamfélagi. Iva talar fyrir því að sá vettvangur verði fyrst og fremst fyrir samkynhneigða en ekki transfólk. Þó yrði engum vísað frá. Andstæðingar hennar telja þetta hreinlega transhatur.

- Auglýsing -

Hún segir skoðanakúgun vera mjög ríkjandi. „Einnig höfum við fengið fjölda skilaboða frá fólki sem segist líða eins en þorir ekki að tjá sig af ótta við einelti eða jafnvel að missa vinnu sína og lífsviðurværi. Eftir þessar uppákomur, ásamt mörgum fleiri, er ég orðin uppfull af vonbrigðum og sorg,“ skrifar hún.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -