Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

RÚV sendi 18 manns til Liverpool: „Ríkisútvarpið er afar stolt af þátttökunni í keppninni í ár“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alls voru 18 manns á vegum Ríkisútvarpsins í Liverpool á einhverjum tímapunkti. Keppnin kostaði Ríkisútvarpið um 33 milljónir króna.

Svar hefur borist frá Ríkisútvarpinu varðandi fjölda þeirra sem var í sendinefnd Eurovision í Liverpool í síðustu viku. Var það Rúnar Freyr Gíslason, verkefnastjóri sjónvarps sem svaraði spurningum Mannlífs að beiðni Stefáns Eiríkssonar, útvarpsstjóra. Svarið er sundurliðað og ítarlegt. Þar kemur meðal annars fram að sextán manns hafi farið til Liverpool á vegum RÚV en tveir til viðbótar hafi á einhverjum tímapunkti verið í Liverpool, annar þeirra var Stefán Eiríksson útvarpsstjóri en honum var boðið ásamt öðrum útvarpsstjórum í Evrópu. Segir í lok svarsins að áhug landsmanna á keppninni í ár hafi verið gríðarlegur en uppsafnað áhorf á úrslitakvöldið var samkvæmt bráðabirgðatölum um 74 prósent. Svarið má lesa í heild sinni hér að neðan.

„Sextán manns fóru á vegum RÚV til Liverpool til að vinna við Eurovision og aðra dagskrá tengda keppninni. 

Keppendur fyrir Íslands hönd voru sex talsins: Söngkona, fjórar bakraddir og höfundur lagsins. 
Starfsmenn RÚV vegna atriðisins sjálfs voru fjórir:  Pródúsent, leikstjóri, förðunarfræðingur og stílisti.
Sex aðrir starfsmenn RÚV unnu að ýmsum störfum í Liverpool við hluti tengda keppninni beint og óbeint, m.a. vinnslu á dagskrárefni sem sent var hingað til lands eða um heim allan í gegnum samfélagsmiðla: Fararstjóri, fjölmiðlafulltrúi, þulur, framleiðslustjóri, dagskrárgerðar- og fréttamaður og tökumaður- og klippari.
Að auki var dagskrárstjóri RÚV viðstaddur keppnina og einnig útvarpsstjóri sem var þarna í boði EBU ásamt öðrum útvarpsstjórum í Evrópu. Það voru því alls 18 manns á vegum RÚV í Liverpool á einhverjum tímapunkti eftir þörfum. Þessi fjöldi er svipaður og farið hefur á vegum RÚV í Eurovision síðustu ár.
Kostnaður RÚV vegna Eurovision (keppnisþáttökukostnaður, markaðskostnaður, ferðalög, laun, dagpeningar og gisting) verður á um það bil 33 milljónum króna, sem er eins og áætlað var og sambærilegt við s.l. ár með tilliti til verð- og launahækkana.
Gríðarlegur áhugi var meðal landsmanna á keppninni í ár en uppsafnað áhorf á úrslitakvöldið var samkvæmt bráðabirgðatölum um 74%. Uppsafnað áhorf á seinni undanúrslitakvöldið, þegar íslenska atriðið var flutt, mældist 71%.
Ríkisútvarpið er afar stolt af þátttökunni í keppninni í ár og hefur þegar hafið undirbúning að næstu Söngvakeppni þar sem íslenska framlagið fyrir Eurovision 2024 verður valið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -