Eva Laufey Hermannsdóttir, markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaupa, hefur beðist velvirðingar á gölluðu súkkulaðibitakökudeigi sem virðist vera í umferð. Það hefur hún gert í fjölmennu samfélagi matgæðinga á Facebook, Matartips!.
„Ég er gjörsamlega miður mín yfir þessu. Þetta eru semsagt súkkulaðibitakökurnar og því miður hafa komið upp nokkur tilfelli. Aldrei á ævi minni myndi ég vilja koma ólykt inn á heimilin ykkar eða bjóða upp á ónýtar kökur eða deig. Þetta er grautfúlt!,“ segir Eva Laufey og heldur áfram:
„Katla hefur tekið á þessu máli og er verið að vinna í því að finna ástæðuna, að öllum líkindum er þetta vegna kælingar en hvar í ferlinu er erfitt að segja. Vonandi skýrist það á næstu dögum. TAKK fyrir að láta vita og mig langar að benda öllum sem lenda í þessu leiðindar atviki að senda tölvupóst á [email protected] og við bætum ykkur þetta upp“
Ástæða þess að Eva sá sig tilneydda til að biðjast afsökunar var umræða sem fór af stað inni á Matartips!. Málshefjandi var Esther nokkur sem var alls ekki hrifin af nýja deiginu hennar Evu og svo virðist sem fleiri hafi verið óheppnir með deigið:
„Ég keypti svona deig það er mjög vond lykt af þeimog skrítnar þegar þær bakast eins og sykurinn í þeim bakast ekki og safnast saman ofan á þeim. Eru fleiri að lenda í þessu?,“ spyr Esther og birti þessa mynd eftir baksturinn: