Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Eva skýtur fast á lögregluna í tengslum við Diego: „Það er bara svo brjálað að gera hjá löggunni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eva Hauksdóttir skýtur á lögregluna í nýrri Facebook-færslu.

Lögmaðurinn Eva Hauksdóttir skrifar í morgun um þátt lögreglunnar í leitinni að kettinum Diego en hún hefur fullan skilning á að fólk hafi haft áhyggjur af kisa. Hins vegar setur hún spurningamerki við það að lögreglan hafi fundið tíma til að leita að ketti á sama tíma og hún hafi ekki tíma til að rannsaka mun alvarlegri mál. Hér má lesa færsluna:

„Líklega er Skeifukötturinn ástsælasti köttur landsins og eðlilegt að fólk hafi áhyggjur þegar hann hverfur. Ágætt líka að löggan sýni málinu áhuga. En eitthvað er samt undarlegt við það að löggan hafi tíma til að leita að ketti á meðan hún hefur ekki tíma til að rannsaka mál þar sem grunur er uppi um líkamsárásir, kynferðisbrot og jafnvel manndráp. Rannsóknir í slíkum málum taka stundum mörg ár og skýringin er alltaf sú sama; það er bara svo brjálað að gera hjá löggunni.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -