Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Eydís í áfalli eftir heimsókn á Ísey skyrbar: „Þetta er ekkert annað en viðbjóður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eydís nokkur var ansi brugðið er hún brá sér nýverið á Ísey skyrbarinn í Skeifunni. Þar fannst henni illa hugað að hreinlæti hjá afgreiðslumanni. „Þetta er ekkert annað en viðbjóður,“ segir Eydís í færslu inni í fjölmennu samfélagi matgæðinga á Facebook, Matartips! Þar útskýrir hún hvað henni þótti miður á skyrbarnum:

„Var að versla við Ísey skyr bar í Skeifunni. Greiddi með pening. Konan lét mig hafa pening til baka, hún var í hönskum og fór svo beint, með sömu hanska og hélt áfram að gera skyrskál, þar sem hún tók m.a ávexti upp með höndunum sínum og lét í skyrksál og lét síðan viðskiptavin fá.“

Fjölmargir meðlimir hópsins tjá sig og taka flestir þeirra undir með Eydísi. Ólína hefur oft orðið vitni að svipuðu. „Hef kvartað yfir svona vinnubrögðum. Væri jafnvel betra að þau væru ekki með hanska en þvæðu sér um hendurnar strax eftir að hafa afgreitt með peningum eða korti,“ segir Ólína. Og Bergdís veit alveg hvað hún ætlar ekki að gera. „Ég mun aldrei versla þarna,“ segir hún ákveðin.

Elfa tekur í sama streng og er mjög óánægð. „Þetta er alveg ótrúlega algengt, það er engu líkara en fólkið haldi að hanskarnir séu til að hlífa eigin höndum! Þetta er líka skylda yfirmanna að útskýra fyrir starfsfólki hvernig á að nota hanskana, segir hún.

Aðalbjörg bendir líka á fleiri vandamál. „Kannski sú sama og ég sá henda frosnum mangó pokum í gólfið og skellti því svo upp á borðið með hráefnisdöllunum  Hún var s.s. að reyna að ná frosna mangóinu í sundur með þessari aðferð  Sami staður fyrir svona viku síðan,“ fullyrðir Aðalbjörg.

Jökull furðar sig á þessari umræðu. „Eins gott að þið eruð uppi á 21’stu öldinni en ekki á fyrir fimm þúsund árum þegar þið hefðuð drepist af því að fá klinksýkla í matinn. Jú eða bara 90 prósent af hinum löndum heimsbyggðarinnar þar sem er ekki búið að ala móðursýki í almennan plebbann,“ segir Jökull.

- Auglýsing -

Í umræðuna blandar sér Ólafur Valur Ólafsson, talsmaður Ísey skyrbars, og þakkar hann Eydísi fyrir ábendinguna. Hann segist þess fullviss að um einangrað tilvik hafi verið að ræða.

„Við hjá Ísey leggjum mikið uppúr kröfu um hreinlæti við okkar starfsfólk. Ég reikna með að í þessu tilfelli hafi starfsmaður gleymt sér og því fór sem fór. Ég þekki það sjálfur að hafa gert svipuð mistök á mínum afgreiðsluferli og gleymi þeim aldrei og geri þau ekki aftur. Við munum fara yfir þetta mál með öllu okkar frábæra starfsfólki og reyna að koma í veg fyrir að svona endurtaki sig,“ segir Ólafur og bætir við:

„Mér þykir afskaplega leiðinlegt að heyra af þessu. En við munum nota þessa ábendingu til að koma í veg fyrir að svona endurtaki sig. Takk kærlega fyrir að láta okkur vita.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -