Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Eyrún: „Hatursglæpum er beitt nánast eingöngu gagnvart fólki með minnihlutabakgrunn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í fyrirlestraröðinni Hinsegin Ísland í alþjóðlegu samhengi ræddi Eyrún Eyþórsdóttir um upplifun hinsegin fólks af hatursglæpum, þar með talin haturstjáning og mismunun vegna kynhneigðar og -vitundar. 

Í fyrirlestrinum dró Eyrún úr gögnum rannsóknar sinnar, en hún er með doktorspróf í mannfræði frá Háskóla Íslands og starfar sem lektor í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri.  

Fyrirlestur Eyrúnar nefnist „Hatur gegn hinsegin“ og var haldin þann 7. apríl í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands og byggir á yfirstandandi rannsókn um hatursglæpi á Íslandi.

Eyrún talar þar um að: „Kynhneigð og kynvitund eru meðal þess sem almenn hegningarlög vernda sérstaklega hérlendis. Verndin er til staðar vegna þess að viðurkennt er að hinsegin fólk, auk annarra minnihlutahópa, eru í meiri hættu að verða fyrir hatursglæpum en aðrir. Það er að segja að hatursglæpum er beitt nánast eingöngu gagnvart fólki með minnihlutabakgrunn.

Kanadíska fræðakonan Barbara Perry hefur lagt áherslu á að fjalla um hatursglæpi sem leið ákveðinna hópa í samfélaginu til að jaðarsetja og útiloka aðra hópa, og með þeim hætti viðhalda valdi sínu og beita sér gegn réttindabaráttu minnihlutahópa. Sé miðað við aðrar þjóðir eru réttindi hinsegin fólk hérlendis mikil og almennt er staða þeirra góð.

Þrátt fyrir það birtast reglulega í fjölmiðlum frásagnir hinsegin fólks um hatursglæpi gegn sér. Lítið er þó vitað um hatursglæpi gegn hinsegin fólki hérlendis og því er tíðni slíkra glæpa óþekkt. 

- Auglýsing -

Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á hatursglæpi í íslensku samfélagi, hverjar birtingarmyndir þeirra eru, hverjir verða helst fyrir slíkum brotum og hverjar helstu afleiðingar þeirra eru.

Fyrirlestur Eyrúnar Eyþórsdóttur var haldin í samstarfi RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum og Jafnréttisskólans (GRÓ-GEST) á vormisseri 2022.

Frekari upplýsingar um fyrirlestraröðina má finna á heimasíðu RIKK – rikk.hi.is – 

Mynd: HÍ/Eyrún Eyþórsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -