Fimmtudagur 14. nóvember, 2024
4.4 C
Reykjavik

Eyþór annar Íslendinga til að útskrifast frá US Coast Guard Academy – Kamala Harris flutti ávarp

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eyþór Óskarsson varð á dögunum annar Íslendingurinn til að útskrifast frá US Coast Guard Academy í New London, Connecticut.

Eyþór sem er stýrimaður og varðstjóri hjá Landhelgisgæslunni hefur stundað nám í Stjórnun undanfarin fjögur ár við US Coast Guard Academy en skólinn er háskóli og sjóliðsforingjaskóli bandarísku strandgæslunnar. Skólinn útskrifar verðandi stjórnendur stofnunarinnar með háskólapróf á hinum ýmsu sviðum.

Húfum hent í loftið af gömlum sið.
Ljósmynd: lhg.is

Samkvæmt lhg.is fór útskriftin fram við skólann á dögunum en alls útskrifuðust 250 nýir sjóliðsforingjar. Er það mesti fjöldi útskriftarnema í sögu skólans en meðal þeirra voru 9 erlendir nemar, þar á meðal Eyþór. Fékk hann skólavist við skólann árið 2018 fyrir tilstuðlan Landhelgisgæslunnar.

Þeir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Gæslunnar og Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs, voru viðstaddir útskriftina ásamt fjölskyldu Eyþórs. Varaforseti Bandaríkjanna, Kamala Harris, flutti ávart við útskriftina.

Á heimasíðu Landhelgisgæslunnar segir frá þeirri skemmtilegu staðreynda að fyrir 35 árum hafi Ásgrímur útskrifast frá skólanum, fyrstur Íslendinga en núverandi skólastjóri skólans, Rear Admiral William Kelly, var einmitt skólafélagi hans.

Ásgrímur L. Ásgrímsson ásamt Rear Admiral William Kelly, Superintendent US Coast Guard Academy og vinstra megin er Rear Admiral Eric Jones Deputy for Personnel Readiness US Coast Guard sem útskrifuðust saman 20. maí 1987.
Ljósmynd: lhg.is

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -