Miðvikudagur 11. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Eyþór hagnaðist um nærri 400 milljónir í fyrra – Samherji gaf honum hlutabréfin í Mogganum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Útlit er fyrir að útgerðarfélagið Samherji hafi nú afskrifað 100 milljón króna lán sem fyrirtækið veitti Eyþóri Arnalds, fyrrverandi oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni, til að kaupa hlut í Morgunblaðinu. Eignarhaldsfélag hans hagnaðist um 388 milljónir á síðasta ári og er hagnaðurinn meðal annars tilkominn vegna afskriftarinnar.

Eyþór á núna tæplega 12 prósenta hlut í Þórsmörk, móðurfélagi Moggans, í gegnum eignarhaldsfélag sitt, Ramses II. Hluturinn var um síðustu áramót bókfærður á 100 milljónir króna. Félag­ið fékk selj­enda­lán frá félagi í eigu Sam­herja til að kaupa hlut sjáv­ar­út­vegs­ris­ans í útgáfu­fé­lag­inu árið 2017. Það lán var á gjald­daga í mars 2020 og hefur enn ekki verið greitt.

Samkvæmt Viðskiptablaðinu hefur Samherji nú afskrifað lánið til Eyþórs og fékk hann 100 milljóna virði í hlutabréfum Moggans því gefins frá útgerðarfyrirtækinu.

Á sínum tíma var Eyþór gagnrýndur fyrir að útskýra ekki með grein­ar­góðum hætti hvernig stóð á því að hann eign­aðist hlut Sam­herja í Morgunblaðinu, án þess að greiða krónu fyr­ir­. Hann vísaði því alfarið á bug að viðskiptin hafi verið persónuleg gjöf frá Samherja til sín og fullyrti að hann hafi ætlað að hagnast á hlutabréfakaupunum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -