Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Facebook íhugar að banna orðið síonisti: „Það er hrollvekja“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristinn Hrafnsson talar um hrollvekjandi hugmyndir stjórnanda Facebook um að eyða færslum þar sem orðið síonisti kemur fram.

Ritstjóri Wikileaks, Kristinn Hrafnsson segir á Facebook að nú séu stjórnendur samfélagsmiðilsins að íhuga að eyða póstum þar sem orðið síónisti kemur fram.

„Nú er fésbókin að velta því fyrir sér að setja ritskoðunaraugað á orðið síonisti (eða zionisti) og eyða póstum þar sem það kemur fyrir. Þetta er gert undir kröfu frá pólitískum þrýstihópum gyðinga sem segja að gagnrýni á zionsita feli í sér gyðingahatur.“ Þannig hefst færsla Kristins en heldur svo áfram. „Þeir sem andmæla þessu helst eru þeir gyðingar sem eru and-zionistar, til dæmis þeir gyðingar sem krefjast þess núna að þjóðarmorðið á Gaza sé stöðvað. Þeir benda réttilega á að í raun og sanni felist visst gyðingahatur í því að setja samasemmerki á milli hugmyndafræði zíonismans (nú eða hreinlega Ísraels) og allra gyðinga heimsins.“

Því næst kemur Krisinn með samlíkingu:

„Þetta er eins og ef upp kemst að einn sendibílstóri er barnaníðingur sé brugðist við á opinberum (en einkavæddum) umræðuvettvangi með því að banna orðið „barnaníðingur“ til þess að vernda alla sendibílstjóra gegn hatursorðræðu. Þvert á þá ætlan að vernda stétt sendibílstjóra, myndi þetta valda samjöfnuði.“

Að lokum segir Kristinn að þróunin sé hrollvekjandi.

„Það er annars súrealískt að lifa tíma þar sem þeir sem ráða sviði opinberrar umræðu taka sér það vald að setja orð á bannlista.
Það er hrollvekja.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -