Maðurinn sem er í haldi lögreglu grunaður um að hafa banað dóttur sinni í Krýsuvík hefur komið sögu lögreglu áður meðal annars fyrir fíkniefnainnflutning en Vísir greinir frá þessu, Maðurinn er á fertugsaldri í dag en þegar hann var á þrítugsaldri var hann dæmdur í tæplega fjögurra ára fangelsi fyrir innflutning á eiturlyfjum en í hann sagðist hafa verið burðardýr og að fjölskyldu sinni hafi verið hótað. Þá hafði hann aldrei komist áður í kast við lögin. Rúmum áratug síðar komst hann svo aftur í kast við lögin þegar hann var tekinn við ræktun á kannabisplötnum en hann hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir það. Hann játaði brot sitt í það skipti. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, hefur sagt að málið sé á frumstigi rannsóknar og ekki verði veittar frekari upplýsingar að svo stöddu. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald.