- Auglýsing -
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins segir að vaktin í nótt hafi verið óvenju jákvæð. Sjúkraflutningar voru 100 síðastliðinn sólarhring, sem er nokkuð undir meðaltali.
Eitt atvik var þó sjúkraflutningamönnum minnistæðast. Því er lýst svo í tilkynningu: „En til gamans þá koma stundum gleðilegar vaktir eins og í nótt þegar ein sjúkrabílaáhöfn tók á móti stúlkubarni á miðjum Hafnarfjarðarveginum á leiðinni á fæðingadeildina.“
Bæði móður og barni heilsast vel og óska sjúkraflutningamenn aðstandendum til hamingju með stúlkuna.