- Auglýsing -
Áfram dregst framleiðsla á lambakjöti saman á milli ára.
Rúmlega 13 þúsund færri lömb komu til slátrunar í liðinni sláturtíð, en árið á undan. Um er að ræða samdrátt upp á 340 tonn.
Bændablaðið sagði frá þessu í síðustu viku en þar kemur fram að alls hafi 404.672 lömbum verið slátrað þetta haust en 418.202 í fyrrahaust. Frá árinu 2021 hefur lömbunum fækkað um 60.000.
Alls komu 560.465 lömb til slátrunar árið 2017, ríflega 543 þúsund árið 2018 og tæplega 507 þúsund árið 2019.