Laugardagur 26. október, 2024
4 C
Reykjavik

Færumst nær eldgosi með hverjum degi: „Þetta held­ur allt áfram með svipuðum hraða“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Benedikt Gunnar Ófeigsson, fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veður­stofu Íslands, telur að við séum að færast nær eldgosi með hverjum deginum við Sund­hnúkagíga á Reykjanesi.

„Þetta held­ur allt áfram með svipuðum hraða. Það er að hægja á landris­inu og þótt skjálfta­virkni hafi mælst minni fyrr í vik­unni get­ur það bæði tengst veðri og því að skjálft­ar geti verið lotu­bundn­ir, þetta er ekki stöðug skjálfta­virkni held­ur kem­ur þetta svona í smá hviðum,“ sagði Benedikt um málið við mbl.is og telur að mögulegt sé að gosið gæti eftir sjö til tíu daga en spurði sposkur hvort það væri ekki týpískt að það myndi gjósa um verslunarmannahelgina.

Samkvæmt Sigurði Bergmann, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á Suðurnesjum, að slökkviliðið hafi bætt við sig mannskap og það sé verið að vinna að undirbúningi hraunkælingar en sennilega verði notast við affallsvatn og kælivatn frá virkjuninni í Svartsengi. Þá sé verið að skoða fleiri möguleika.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -