Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, telur að við séum að færast nær eldgosi með hverjum deginum við Sundhnúkagíga á Reykjanesi.
„Þetta heldur allt áfram með svipuðum hraða. Það er að hægja á landrisinu og þótt skjálftavirkni hafi mælst minni fyrr í vikunni getur það bæði tengst veðri og því að skjálftar geti verið lotubundnir, þetta er ekki stöðug skjálftavirkni heldur kemur þetta svona í smá hviðum,“ sagði Benedikt um málið við mbl.is og telur að mögulegt sé að gosið gæti eftir sjö til tíu daga en spurði sposkur hvort það væri ekki týpískt að það myndi gjósa um verslunarmannahelgina.
Samkvæmt Sigurði Bergmann, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á Suðurnesjum, að slökkviliðið hafi bætt við sig mannskap og það sé verið að vinna að undirbúningi hraunkælingar en sennilega verði notast við affallsvatn og kælivatn frá virkjuninni í Svartsengi. Þá sé verið að skoða fleiri möguleika.