Laugardagur 4. janúar, 2025
-2.2 C
Reykjavik

Fagstjóri nátturuvöktunar segir atburðinn við Þorbjörn kröftugri en áður hefur sést

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Atburðirnir við Þorbjörn eru kröftugri en áður hefur sést á svæðinu.

Samkvæmt Kristínu Jónsdóttur, fagstjóra náttúruvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, hafa mælst um 1300 jarðskjálftar á Reykjanesskaga undanfarið, þar af þrír yfir 3 að stærð. Í morgun hafi sá stærsti orðið klukkan sjö í morgun en hann var 3,6 að stærð og varð um þrjá kílómetra NA við Þorbjörn. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna vegna stöðunnar á Reykjanesskaga klukkan 15 í dag. Þar kom einnig fram að aflögunarmælingar gefi vísbendingar um aukinn hraða á þenslu frá því á föstudaginn 3. nóvember. Sú aflögun verður vegna kvikusöfnuna í syllu á um fimm kílómetra dýpi en samkvæmt gögnum er syllan orðin tvöfalt stærri en þær fjórar syllur sem myndast hafa við Þorbjörn síðustu þrjú ár. Metið er að innflæðið inn í sylluna sé um 7 m3/s en það er fjórfalt hraðar en fyrri innskot við Þorbjörn.

Kristín segir að þetta sýni að þetta sé kröftugri atburður en áður hefur sést á svæðinu.

Gera má áfram ráð fyrir skjálftavirkni á Reykjanesskaga, á meðan kvikusöfnunin heldur áfram, vegna þess að kvikuinnskotið veldur aukinni spennu á svæðinu.

Segir hún að erfitt sé að svara með afgerandi hætti hvort og þá hvenær verði gos en að líklegustu gosstaðirnir séu vestan og norðan við Þorbjörn. Ennfremur segir hún að atburðarrásin geti breyst skjótt en að svo stöddu séu engin merki um að kvika sé að leita upp á við.

Lesa má um allan fundinn hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -