- Auglýsing -
Íslenska karlalandsliðið á handbolta hefur leik á HM í handbolta í dag og hafa væntingarnar oft verið meiri. Í fyrsta leik mætir liðið Grænhöfðaeyjum og mun svo spila við Kúbu og Slóveníu í fyrsta riðli. Fyrir ári síðan lenti liðið í 10. sæti á Evrópumótinu en það voru talsvert meiri væntingar til árangurs þá.
En við spurðum lesendur Mannlífs: Í hvaða sæti lendir Ísland á HM í handbolta?
Niðurstaðn er nokkuð skýr en tæplega 60% þeirra sem tóku þátt telja að Ísland lendi í 4. – 10. sæti.