Á föstudaginn var tilkynnt að Arion banki vildi kanna þann möguleika að sameinast Íslandsbanka en um er að ræða næsta stærsta og þriðja stærsta banka Íslands. Viðbrögð almennings og sérfræðinga hafa verið nokkuð misjöfn. Telja sumir að Samkeppniseftirlitið eigi ekki og muni ekki leyfa sameiningu sem þessa meðan aðrir telja að sameining muni vera jákvæð fyrir almenning.
En við spurðum lesendur Mannlífs: Vilt þú leyfa samningu Arion banka og Íslandsbanka?
Niðurstaðan var nokkuð afgerandi en aðeins einn af hverjum fjórum vill leyfa sameiningu bankanna.