Mikið var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en voru 116 mál skráð hjá henni. Varð það til þess að fangageymslan á Hverfisgötu fylltist. Meðal mála sem komu upp í nótt voru hópslagsmál en í dagbók lögreglu er ekki farið smáatriði um þessi slagsmál. Þá greindi lögreglustöð fjögur, sem hefur umsjón með Grafarvogi, Árbæ og Mosfellsbæ, að ökumaður hafi keyrt á ljósastaur og flúið af vettvangi, sem er bannað. En hann fannst á endanum og og er málið til rannsóknar.
Þá var líka greint frá ýmiskonar veseni og lögbrotum eins og tónlistarhávaða, innbrotum, þjófnaði og ölvunarakstri.