Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Gabríel sleit sig lausan frá lögreglu þegar hann var leiddur úr Héraðsdómi Reykjavíkur-Enn ófundinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gæsluvarðhaldsfangi slapp úr haldi í dag þegar verið var að flytja hann úr Héraðsdómi Reykjavíkur.

Búið er að lýsa eftir manninum innan lögreglunnar. Fanginn er sagður ungur maður, hann sleit sig lausan frá lögreglumönnum þegar verið var að leiða hann úr dómshúsinu við Lækjatorg.

Samkvæmt heimildum Vísis tengist maðurinn meðal annars árás í Borgarholtsskóla í janúar í fyrra.

Að sögn héraðssaksóknara er mikilvægt að ná manninum sem allra fyrst.

Uppfært:

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fanganum á Facebook síðu sinni:

- Auglýsing -

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Gabríel Douane Boama, 20 ára, en hann strauk úr Héraðsdómi Reykjavíkur um sjöleytið í kvöld þegar mál hans var þar til meðferðar. Gabríel er 192 sm á hæð, með brún augu og um 85 kg að þyngd. Hann er klæddur í hvíta hettupeysu, gallabuxur og hvíta skó. Þau sem geta gefið upplýsingar um ferðir Gabríels eða vita hvar hann er niðurkominn er vinsamlegast beðin um að hafa tafarlaust samband við lögreglu í síma 112. Gabríel er hvattur til að gefa sig strax fram.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -