Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Fannst stungin til bana á heimili sínu: „Mamma verður samt alltaf mamma mín“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ellefu ára stúlka fannst stungin til bana á heimili sínu á Hagamel í Reykjavík í júní árið 2004. Móðir stelpunnar, hafði veist að dóttur sinni og bróður hennar með hníf.

Bróður stelpunnar tókst að flýja úr íbúðinni og fór yfir til vinar síns sem hringdi á lögregluna. Er lögreglan kom heim að heimili þeirra fann hún stúlkuna látna í rúmi sínu, en hún hafði verið stungin margsinnis. Móðirin var sjálf illa særð þar sem hún hafði stungið sjálfa sig eftir að hafa sært son sinn og banað dóttur sinni.

Konan var færð á spítala þar sem hennar var gætt, en þaðan var hún síðan færð að Sogni. Konan hafði áður reynt að fremja sjálfsvíg og hafði einnig sagt í návist annarra að frekar myndi hún drepa sig og börnin sín en að þau yrðu tekin af henni. Kennarar barnanna höfðu að auki lýst yfir áhyggjum af velferð þeirra. Konan var dæmd óskahæf og gert að sæta öryggisgæslu á réttargeðdeildinni að Sogni.

Enginn sagt honum að litla systir væri látin

Ellefu ára stúlka stungin til bana. Þannig hljómaði forsíðufyrirsögn Fréttablaðsins þann 1. júní árið 2004. Morguninn áður hafði móðir Einars Zeppelin Hildarsonar myrt litlu systur hans og reynt að drepa hann.

Þegar blaðið barst inn um bréfalúgur landsmanna lá Einar sofandi á bráðamóttöku Landspítalans. Hann var með stungusár í kviðnum, í öxl og síðu. Enginn hafði enn sagt honum að litla systir hans, væri látin.

- Auglýsing -

„Ég fór á Korn-tónleika um kvöldið. Þetta voru góðir tónleikar á sínum tíma. Þegar ég kom svo heim fann ég strax að mamma var dálítið hástemmd. Hún sagði við mig að út af tónleikunum yrðu örugglega mikil læti í bænum og bað mig um að taka skaft af ryksugu og skorða undir hurðarhúninum á útidyrahurðinni. Hafandi alist upp með mömmu minni þá var maður vanur alls konar vitleysu. Hún sagði eitthvað svona og maður var alveg hættur að rífast um það.“

Maður lærir að lifa með því

Einari sagði í samtali við Vísi árið 2015 að honum þætti vænt um mömmu sína og hefur fyrir löngu sætt sig við fortíðina.

„Maður lærir að lifa með því og skilja að þetta er bara sjúkdómur. Kannski munu einhverjir lesa þetta og vita að það er von. Kannski munu aðrir lesa þetta sem eru að díla við fjölskyldu sem er veik.“

- Auglýsing -


„Það er mjög erfitt að eiga í samskiptum við veikt fólk. Mamma verður samt alltaf mamma mín og það er ekkert sem breytir því. Ef mig vantar móðurleg ráð þá tala ég við hana því ég á enga aðra mömmu. Og ég reyni að styðja hana eins og ég get svo henni nái að líða vel. Að sjálfsögðu þykir mér vænt um hana og það mun aldrei breytast sama hvað skeður. Ég geri það sem ég get til að vera til staðar fyrir hana. Hún er yndisleg manneskja. Hún er mjög góð kona og vill öllum vel. Hún er bara lasin.“

 

Heimildir:

Snærós Sindradóttir. 18. júlí 2015. Mamma reyndi að drepa mig. Vísir.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -