- Auglýsing -
Jarðskjálfti varð norðaustan við Bárðarbunguöskju skömmu eftir miðnætti. Skjálftinn sem mældist var að stærðinni 3,1 en er þetta stærsti skjálfti sem mælst hefur síðan 24.október. Var það þá sem að skjálfti af stærðinni 5 reið yfir á svæðinu.
Þá mældist jarðskjálfti í Grímsvötnum rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Sá var heldur minni eða 1,7 að stærð. Fimmtíu skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti en enginn þeirra náði yfir 2 að stærð. Flestir skjálftanna áttu upptök sín yfir kvikuganginum við Grindavík.