Fimmtudagur 23. janúar, 2025
2 C
Reykjavik

Fantar gengu í skrokk á sofandi heimilisföður um miðja nótt í Mosfellsbæ

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tveir einstaklingar réðust inn á heimili pars í Mosfellsbænum á aðfaranótt miðvikudags og réðust á mann þar sem hann lá í rúmi sínu við hlið konu sinnar. Í næsta herbergi við parið sváfu ung börn þeirra. Maðurinn er sagður vera mjög illa farinn, sérstaklega í andlitinu, eftir árásina, og þurfti hann fara upp á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hans. Í samtali við Mannlíf staðfesti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að málið væri í rannsókn en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um það.

Samkvæmt heimildum Mannlífs er annar maðurinn sem réðst inn á heimilið Íslendingur og er sá aðili á þrítugsaldri og hinn einstaklingurinn erlendur en ekki vitað um aldur hans. Ekki liggur fyrir af hverju mennirnir réðust á heimilisföðurinn en eftir því sem Mannlíf kemst næst eru mennirnir ennþá ófundnir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -