Í dagbók lögreglu fyrir daginn í dag var ýmislegt að finna en þó var nokkuð rólegt að mati lögreglu.
Ökumenn voru kærðir fyrir ýmis brot meðal annars akstur gegn einstefnu, akstur á göngugötu, akstur gegn rauðu ljósi og akstur án gildra ökuréttinda. Þá var tilkynnt um eignarspjöll á bíl og er það mál í rannsókn. Ökumaður var sviptur ökuréttindum en hann var tekinn undir áhrifum fíkniefna. Þá var annar ökumaður tekinn undir áhrifum fíkniefna og reyndist hann vera með fíkniefni á sér.
Þá var tilkynnt um þjófnað úr verslun og eru tveir aðilar grunaðir um verknaðinn. Málið var klárað með vettvangsformi.