Farþegarnir í rútunni sem valt nærri Blönduósi voru flestir íslenskir.
Þrír farþegar voru fluttir í morgun með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir alvarlegt rútuslys er rúta með rúmlega tuttugu farþegum valt við bæinn Brekku, sunnan við Blönduós um klukkan sex í morgun. Þá voru fjórir fluttir með sjúkraflugi.
Samkvæmt lögreglunni á Norðurlandi vestra sem Mannlíf ræddi við, voru flestir farþegarnir frá Íslandi en rútan var að koma frá Keflavíkurflugvelli. Rauði Krossinn veitti áfallaaðstoð á vettvangi slyssins.