Alls voru 85 mál bókuð í kerfum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 17:00 í gær til 05:00 í morgun en tveir gistu í fangageymslu lögreglunnar. Hér eru nokkur dæmi um það sem gekk á á tímabilinu.
Lögreglustöð 1 – Austurbær- Miðbær-Vesturbær-Seltjarnarnes:
Pöddufullur maður réðist á dyraverði í miðbæ Reykjavíkur og var hann handtekinn á staðnum og látinn gista fangageymlu í þágu rannsóknar málsins.
Lögreglan sem annast Austurbæ, miðbæ, Vesturbæ og Seltjarnarnes stöðvaði fimm ökumenn þar sem þeir voru að nota farsíma í akstri. Tveir aðrir voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis en báðir voru lausir eftir sýnatöku.
Þá voru tveir handteknir vegna gruns um fíkniefnalagabrot en eftir að vettvangsskýrsla var fyllt út voru aðilarnir lausir.
Lögreglan sem annast Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes stöðvaði ökumann sem grunaður var um ölvunarakstur. Reyndist hann einnig sviptur ökuréttindum. Eftir sýnatöku og hefðbundið ferli var frjáls ferða sinna. Farþegi í bílnum brást hins vegar hin afar illa við afskiptum lögreglunnar og endaði málið á því að hann var handtekinn og vistaður á lögreglustöð vegna ástands sem og fyrir að neita að gefa upp nafn og kennitölu.
Þá stöðvarði sama lögregla ökumann vegna gruns um fíkniefnaakstur en hann reyndist aukreitis sviptur ökuréttindum. Var hann laus eftir sýnatöku og hefðbundið ferli.
Lögreglunni sem þjónustar Kópavog og Breiðholt barst tilkynning um líkamsárás á veitingastað en ekki fylgdi sögunni hvernig það mál endaði.
Lögreglan sem starfar í Grafarvogi, Mosfellsbæ og í Árbænum stoppaði þrjá ökumenn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Voru allir þrír sviptir ökuréttindum en einn þeirra reyndist einnig drukkinn við aksturinn.