Sunnudagur 24. nóvember, 2024
-2.3 C
Reykjavik

Fast skotið á Bjarna Ben í beinni: „Hækkar hann opinber gjöld eins og enginn sé morgundagurinn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Heimir Karlsson skaut föstum skotum á formann þingmannsins Diljár Mistar í beinni útsendingu í morgun.

Þau Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks og Eyjólfur Ármannsson þingmaður flokkur fólksins voru gestir í útvarpsþættinum Bylgjan í Bítið í morgun. Þar voru þau komin til að ræða um lágmarkslaun og skerðingar.

Talaði Eyjólfur meðal annars um að það verði að nota skattkerfið til að bæta kjör hinna lægst settu sem og hækka lægstu launin án þess þó að fyrirtækin fari á hausinn og treysti verkalýðsfélögunum til þess. Diljá Mist sagðist vera sammála Eyjólfi, að í velmegunarlandinu Íslandi væri það smánarblettur að hér fyrirfinnist fátækt. Vildi hún þó meina að það séu aðeins í undantekningartilfellum, þau séu þó of mörg. Hún sagði að ríkisstjórnin hefði verið að nota skattkerfið til að hjálpa fátæku fólki. „Auðvitað eigum við að nota skattkerfið til að hjálpa, og þegar ég segi skattkerfið, þá meina ég að létta álögum á fólki og ég sakna þess að heyra ekki þann málflutning, til dæmis frá Eyjólfi kollega mínum.“

Það var á þessum tímapunkti sem Heimi Karlssyni, einum af þáttastjórnendum Bítisins virtist blöskra. „Bíddu, bíddu, lækka álögur?“ „Já, bara lækka skatta hreinlega á þá lægst settu,“ svaraði Diljá Mist en Heimir hélt áfram: „Já, má ég aðeins lesa úr Mogganum í dag? Tólf mánaða verðbólga hefur hækkað á ný og mælist nú 9,9 prósent. Og það er að mörgu leiti í boði hins opinbera,“ sagði Heimir og með hækkandi rómi og hélt áfram: „með hækkandi gjöldum og hækkandi bílasköttum og svo framvegis. Og hvert sem þú lítur, til hægri eða til vinstri, upp eða niður þá eru gjöld að hækka opinber út um allt og þetta er nú í boði þíns formannsins, verði þér að góðu!“

Diljá Mist reyndi að malda í móinn og sagði að lengi hefði verðbólgan verið innflutt og „sameiginlegt verkefni hjá okkur öllum.“ Seinna í viðtalinu berst talið aftur að skattamálum en hlustandi þáttarins sendi inn línu þar sem hann hélt því fram að hægt væri að sækja pening til ríkasta fólksins og fyrirtækja með því að hækka skatta. „Ég er auðvitað ekki hrifin af því að hækka skatta,“ svaraði Diljá Mist og bætti við að ríka fólkið geti einfaldlega flutt sig á milli landa eins og hafi sýnt sig í „skattahækkunaræfingum vinstri stjórnarinnar“ eftir hrun. „En hvað með skattaæfingar formannsins?“ svaraði Heimir Karlsson að bragði og bætti við: „Hvað segirðu, Bjarni segir með hægri hendinni að hann ætli ekki að hækka tekjuskatta en með vinstri hækkar hann opinber gjöld eins og enginn sé morgundagurinn. Hvað er það annað en skattahækkanir?“ Eyjólfur steig þarna inn í og sagði að ríkisstjórnin væri bara að bæta olíu á eldinn með þessum hækkunum. „Ekki láta mig vera að verja hækkanir á gjöldum því það er auðvitað erfitt en þó ætla ég að segja það að þessi gjöld sem voru hækkuð hafa ekki fylgt verðlagi undanfarin ár í hækkunum og þarna var einfaldlega verið að leiðrétta það. En það er ekki þar með sagt að ég sé hrifin af því.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -