Fávitavarpið er hópur á Facebook sem skaut upp kollinum fyrir tilstuðlan húmoristans Halldórs Einarssonar, sem gjarnan er þekktur sem Halldór Högurður, í fyrsta gosinu á Reykjanesskaga árið 2021 en þar kepptust meðlimir hópsins að birta myndir af fólki sem vildi næla sér í athygli með því að spóka sig fyrir framan vefmyndavélar sem settar voru upp til að fylgjast með framgangi gossins.

Nú, líkt og áður þegar gos hefst á svæðinu, lifnar síðan við enda virðist þörf fólks til að öðlast sínar fimmtán mínútur af frægð um vefmyndavélarnar á svæðinu lítið hafa dvínað.
Nokkrar uppfærslur hafa verið settar inn síðan í gær og búast má við að gamanið haldi áfram á meðan gosinu stendur.