Miðvikudagur 8. janúar, 2025
-6.2 C
Reykjavik

Faxaskjólsbeinin – Börn fundu mannabein við leik í Reykjavík

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sumarið 1975 voru nokkur börn að leik við Faxaskjól í Reykjavík þegar þau rákust á mannabein. „Okkur brá svolítið, en svo héldum við bara áfram að leita,“ sögðu börnin í samtali við Morgunblaðið á sínum tíma.

Beinin voru, ásamt sokkum, tölum og þremur byssukúlum í grunnri gröf. Strax var ljóst að ekki væri um fornleifar að ræða, efnið í sokkunum benti til þess að einstaklingurinn hafi verið uppi eftir síðari heimsstyrjöldina. Beinagrindin fannst í nærri heilu lagi og allar tennur var enn að finna í höfuðkúpunni. Talið var að beinin tilheyrðu manni á aldrinum 40 til 50 ára, hann var um 170 til 175 sentímetrar á hæð.

Á svæðinu, þar sem beinin fundust, voru töluverð mannvirki á stríðsárunum. Beinin voru í steinsteyptum stokki sem notaður var til skotæfinga. Grafið var yfir rústirnar árið 1955 og var því talið víst að líkið hafi verið grafið þarna eftir þann tíma.

Stuttu eftir beinafundinn var farið að kanna þann möguleika að beinin tengdust hvarfi Sveinbjörns Jakobssonar frá Ólafsvík en hann hvarf árið 1930. Þótti líkamsbygging og aldur einstaklingsins sem beinin tilheyrðu, passa við lýsingar á Sveinbirni. Fljótt var þó útilokað að um Sveinbjörn væri að ræða þar sem hann var með gervitennur en í hauskúpunni fannst ekkert því um líkt.

Bárður Jónsson hvarf árið 1963, ættingjar hans vildu að athugað yrði hvort beinin gætu tilheyrt honum, þeim var þó sagt að líklega væri um breskan eða bandarískan hermann að ræða og var því aldrei fallist á þá ósk.

Grunað var um tíma að beinin tilheyrðu Hannesi Pálssyni sem hvarf árið 1945, hvarf hans var talið tengjast bandaríska hernum en lögreglunni fannst það ekki trúverðugt og var það því aldrei rannsakað.

- Auglýsing -

Þrátt fyrir rannsóknir var aldrei komist að því hver maðurinn var sem fannst í Faxaskjóli, né hvers vegna hann endaði þar.

Heimildir: Morgunblaðið, 1975. Saknað, Íslensk mannshvörf eftir Bjarka H. Hall.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -