Fimmtudagur 23. janúar, 2025
-0.9 C
Reykjavik

Feðgar drukknuðu í Apavatni – Lögðu silunganet en skiluðu sér ekki heim

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fimmtudaginn 4. apríl árið 1974 fór feðgarnir Helgi Guðnason og Guðmundur Helgason út á Apavatn á báti í þeim tilgangi að ná sér í silung. Reyndist þetta vera síðasta veiðiferð feðganna en þeir drukknuðu báðir þennan dag.

Veðrið var gott við Apavatn er feðgarnir Helgi Guðnason og Guðmundur Helgason lögðu silunganet á vatninu. Þegar skyggja tók þóttu þeir hafa verið ansi lengi á vatninu og var farið að svipast um eftir þeim. Sást þá bátur þeirra á hvolfi en feðgarnir hvergi. Eftir mikla leit manna frá næstu bæjum ásamt björgunarsveitum frá Selfossi, Stokkseyri og Eyrarbakka, fundust feðgarnir látnir í vatninu daginn eftir.

Hér má lesa frétt Morgunblaðsins frá apríl 1974:

Feðgar drukkna í Apavatni 4. apríl

Sá sviplegi atburður gerðist fimmtudaginn 4. apríl sl., að feðgarnir Helgi Guðnason og Guðmundur Helgason frá Haga í Grímsnesi drukknuðu í Apavatni. Ekki er með öllu Ijóst hvernig slysið bar að höndum en feðgarnir höfðu farið á báti út á vatnið til að leggja silunganet og er talið líklegt, að bátnum hafi hvolft á meðan á því verki stóð. Veður var gott þegar atburðurinn átti sér stað. Þeir Helgi og Guðmundur höfðu haldið út á vatnið síðla dags og er skyggja tók og þeir þóttu hafa dvalið óvenju lengi var farið að svipast um eftir þeim. Í sjónauka sást, að báturinn var á hvolfi alllangt frá landi og var þá brugðið skjótt við og tilkynnt um atburðinn. Menn frá nærliggjandi bæjum hófu þegar leit svo og björgunarsveitir frá Selfossi, Stokkseyri og Eyrarbakka og var leit haldið áfram svo lengi sem unnt var fram í myrkur. Strax í birtingu næsta dag var leit haldið áfram og bættist þá við leitarflokur frá björgunarsveitinni Ingólfi í Reykjavík. Eftir hádegi bar leitin árangur og fundust þá bæði líkin á svipuðum slóðum og talið er, að bátnum hafi hvolft. Eins og áður segir, er enginn til frásagnar um það hvað raunverulega gerðist úti á vatninu þegar bátnum hvolfdi. Helgi Guðnason var fæddur í Haga 1. desember 1914 en Guðmundur sonur hans var fæddur 21. 9. 1948. Báðir láta þeir eftir sig konu og börn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -