Föstudagur 13. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Félag um stam á Íslandi: „eins og að vera með erlendan hreim – við erum bara aðeins lengur að tala“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigríður Fossberg Thorlacius, formaður Málbjargar, félags um stam á Íslandi fagnar með sínu félagi sem á 30 ára afmæli um þessar mundir. Í Landanum á RÚV var fjallað um félagið og hvað þau hafa verið að fást við síðustu misseri.

Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að stam liggi í ættum en það virðist ekki erfast á einfaldan hátt og erfitt að sjá hvaða gen eru að verki. Málbjörg gefur fólki sem stamar færi á að hitta félaga og heyra stam því það heyrist ekki víða í íslensku samfélagi.

Talið er að um 4-5% barna stami og um 1% fullorðinna og það er algengara meðal karla en kvenna. Þá er það mjög ólíkt milli fólks og ólíkar aðstæður sem kalla það fram. Stam er líklega það talmein sem er hvað þekktast og mest rannsakað en ýmsar kenningar um ástæður þess hafa verið lagðar fram í gegnum árin. Síðustu ár hefur athyglin beinst í auknum mæli að taugafræðilegum þáttum.

„Þegar ég er þreyttur eða stressaður, t.d. í prófatíð í skólanum stama ég mun meira en venjulega því stress og þannig hefur áhrif allavega á mig. Og þegar ég var yngri var mjög stressandi að tala við sætar stelpur,“ segir Jón Pétur Sævarsson, hjúkrunarfræðinemi.

Í tilefni af afmælinu er verið að gera grínsketsa sem eru í höndum Arnórs Pálma Arnarsonar og Dóru Jóhannsdóttur, leikstjóra og handritshöfunda. Fólk sem stamar leiðbeinir leikurum sem gera það alla jafna ekki og í sketsunum eru raunverulegar aðstæður settar í kómískt ljós. Til dæmis þegar gripið er fram í fyrir fólki sem stamar og því lagt orð í munn.

„Það er mjög misjafnt hvernig fólk bregst við. Ótrúlega margir hafa tilfinningu fyrir að bíða bara og sýna þolinmæði sem er frábært og akkúrat það sem við viljum. En margir fríka út. Maður lendir stundum í því að fólk fer að hlæja. Sem unglingur var oft erfitt að hringja. Maður fékk skammir fyrir að vera að gera símaat t.d. og skellt á mann trekk í trekk. Ég hef a.m.k. einu sinni lent í því að vera að ræða við mann og hann gekk í burtu,“ segir Guðbjörg Ása Jóns- og Huldudóttir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -