Sunnudagur 12. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Féll nokkra metra og stórslasaðist í Hamborg: „Þetta var í fyrsta skipti sem ég fór með þyrlu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það var úti í Hamborg, við vorum að mála tveir, forkantinn að brúnni og við sátum á stillingunni sem var bundin upp á rekkverk upp á brúarþakinu. Og við slökum okkur niður sjálfir. Og rétt fyrir hádegi þá stendur félagi minn upp og ætlar að príla niður mín meginn,“ segir Vilbergur Magni Óskarsson við Reyni Traustason í hlaðvarpsþættinum Sjóarinn, er hann lýsir slysi sem hann varð fyrir er hann var að mála úti í Hamborg.

„Og þá brotnar rekkverkið og stillingin fer bara upp á rönd og við húrrum bara niður.“ Aðspurður hvort þetta hafi verið svolítið fall svarar Vilbergur: „Já, þetta voru nokkrir metrar. Fjórir, fimm metrar. Ég lendi á bakinu utan í lúguna, á lúgukantinum og þar niður á dekk. Félagi minn lenti ofan á lúgunni og úlnliðsbrotnar mjög illa. Að öðru leyti slapp hann bara.“ En Vilbergur slapp ekki eins vel. Hann sagði Reyni að það hafi viljað svo vel til að nýbúið var að loka lúgunni, það hafi verið gert um morguninn. Reynir sagði þá að það hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum ef lúgan hefði verið opin. „Nei, það hefðu verið nokkrir metrar í viðbót,“ svaraði Vilbergur og hélt áfram. „Ég var fluttur með þyrlu upp á sjúkrahús, þetta var í fyrsta skipti sem ég fór með þyrlu. Ég var þar í hálfan mánuð.“

Reynir spurði Vilberg hvort það hefði ekkert hvarflað að honum þegar verið var að flytja hann í þyrlunni, að seinna meir ætti hann eftir að starfa sem sigmaður í þyrlu. „Nei, það kom aldrei upp í hugann á þessum tíma.“ Vilbergur sagðist ekki hafa vitað strax eftir fallið hversu illa hann væri slasaður. „Nei, ekki nema að ég fann að ég var rosalega dofinn í neðri hluta líkamans og var skíthræddur fyrst en svo lagaðist það nú. Þetta var brákaður liður og ég fann lengi vel nokkuð fyrir þessu, í bakinu. Ég lá inni í alveg hálfan mánuð og svo fer ég heim og má ekkert gera í nokkra mánuði.“

Seinni hluti viðtalsins við Vilberg birtist næstkomandi miðvikudag. Smelltu hér til að sjá fyrri hluta þáttarins í heild sinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -