Feminíski aðgerðarhópurinn Öfgar er hættur.
Stjórnendur Öfga sendu frá sér tilkynningu á Instagram þar sem sagt er frá því að hópurinn sé hættur. Hópurinn hefur innihaldið ýmsar konur en sem dæmi má nefna um þær sem hafa komið fram undir nafni Öfga má nefna Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur, Helgu Benediktsdóttur, Ninnu Körlu Katrínardóttur, Huldu Hrund Guðrúnar Sigmundsdóttur, Tönju Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttur og Ólöfu Töru Harðardóttur.
Öfgar hefur verið áberandi í kvennabaráttunni frá árinu 2021, ekki síst í MeToo-byltingunni. Í tilkynningunni segja þær að ákvörðun um að kveðja það sem maður hefur lagt líf, sál og heilsu í, sé alltaf erfitt.