Mánudagur 23. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Ferðabann Bandaríkjaforseta tekur gildi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ferðabannið sem Don­ald Trump Bandaríkjaforseti setti á 26 þjóðir Evr­ópu til Banda­ríkj­anna, í því skyni að hefta frek­ari út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar, hef­ur tekið gildi. Bannið nær meðal annars til Íslands.

Eins og kunnugt er hafa um tvö þúsund COVID-19 til­felli greinst í Banda­ríkj­un­um og 43 hafa látið lífið, þegar þetta er skrifað og hefur Bandaríkjaforseti lýst yfir neyðarstandi vegna kórónaveirunnar og sett á fyrrnefnt bann til að draga úr frekari útbreiðslu hennar.

Fyrirhuguðum flugferðum Icelandair til Minneapolis og Orlando seinna í dag hefur af þeim sökum verið aflýst að því er fram kemur á vefsíðu Isavia. Ferðir til New York, Boston, Seattle og Washington-borgar, Chicago, eru hins vegar sagðar vera enn á áætlun.

Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt ferðabanninu og á utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, fund með Mike Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vegna málsins í næstu viku.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -