Sunnudagur 24. nóvember, 2024
-1.4 C
Reykjavik

Ferðamaðurinn í Reynisfjöru látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Er­lendi ferðamaður­inn sem fór í sjó­inn í Reyn­is­fjöru eft­ir að alda hreif hann með sér, lést í gær. Hann var karl­maður á átt­ræðis­aldri. Frá þessu grein­ir lög­regl­an á Suður­landi.

Í til­kynn­ingu frá lög­reglu seg­ir að eig­in­kona manns­ins hafi einnig lent í sömu öldu en tókst fyr­ir snar­ræði nærstaddra sem komu til aðstoðar, að bjarga sér áður en hún sogaðist út í brimið. Hjón­in voru í stærri hóp í skipu­lagðri ferð á veg­um ferðaskrif­stofu.

Björg­un­ar­sveit­ir á Suður­landi og í Vest­manna­eyj­um, ásamt björg­un­ar­skip­um- og bát­um, voru kallaðar út vegna slyss­ins.

Aðstæður til aðgerða úr landi voru erfiðar og hættu­leg­ar viðbragðsaðilum vegna mik­ils brims.

Útkall vegna slyss­ins barst klukk­an tutt­ugu mín­út­ur í fimm og rétt rúm­um klukku­tíma síðar var þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar kom­in á vett­vang. Maður­inn var hífður upp í þyrluna strax og hún kom á staðinn en reynd­ist þá lát­inn.

Fram kem­ur í til­kynn­ing­unni að unnið sé að rann­sókn slyss­ins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -