Tveir hópar túrista voru með vesen á gossvæðinu á Reykjanesi í gær að sögn lögreglu.
Í tilkynningu frá lögreglunni segir að hóparnir tveir hafi verið með vesen og rifið niður borða sem lögreglan setti upp á bílastæði við gosstöðvarnar á Reykjanesi. Lögreglan veitti ekki frekari upplýsingar um þetta mál. En sem fyrr vill lögreglan ítreka að fólk virði þær takmarkanir sem eru settar en tekur fram að flestir fari eftir þeim.
Gossvæðið verður opið í dag til klukkan 18:00 eins og undanfarna daga en er fólk beðið að gæta sín þar sem um hættulegt svæði sé að ræða þar sem aðstæður geti skyndilega breyst.
Samkvæmt talningu gengu rúmlega 3000 manns að eldgosinu í gær.