Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Ferðamönnum býðst að fara í skimun á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þetta kallar á töluvert umfang, svona skimun en við teljum okkur vel í stakk búin í svona verkefni.“ Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á blaðamannafundi nú síðdegis um um afléttingu ferðatakmarkana.

Þar kynnti hún þær tillögur sem stýrihópur hefur sett saman um afléttingu ferðatakmarkana.

Í skýrslu hópsins kemur fram að sóttvarnarlæknir hefur nú þegar lagt til við heilbrigðisráðherra að nýjar reglur verði settar um sóttkví sem gildi frá 15. maí sem hafi að geyma útvíkkun á svokallaðri sóttkví B. Hún nái til þeirra sem koma hingað til starfa í afmörkuð verkefni eins og vísindamenn, kvikmyndatökumenn og fréttamenn eða íþróttalið til æfinga. Einnig sér hann fyrir sér að Færeyjar og Grænland verði tekin af lista yfir há-áhættusvæði. Stýrihópurinn styður þessa leið.

Í skýrslunni segir einnig að stefnt sé að því að frá og með 15. júní geti ferðamenn sem komi til landsins átt val um að í stað þess að fara í 2ja vikna sóttkví fari þeir í skimun á Keflavíkurflugvelli eða framvísi vottorði sem sóttvarnarlæknir metur jafngilt. Jafnframt hlaði þeir niður smitrakningarforriti og uppfylli önnur slík skilyrði sem sóttvarnaryfirvöld setja. Skimunin fari fram á vegum veirufræðideildar LSH og til að gæta ítrustu varkárni verði reynslan metin að tveimur vikum liðnum og ákvörðun tekin um framhaldið.

Varðandi tímasetningu verði þess gætt að hún sé í takt við afléttingu sóttvarnarráðstafana innanlands. Þá verði höfð hliðsjón af þróun faraldursins og ráðstöfunum annarra ríkja.

Tækifæri til að læra meira um veiruna

- Auglýsing -

Katrín sagði á fundinum að næstu skref hangi vissulega saman við ástandið í öðrum löndum. „Við vitum að heimsbyggðin er ekki laus við þessa veiru.“

Katrín benti á að hér á landi fer virkum smitum fækkandi og ekkert smit hefur greinst hér á landi í fimm sólarhring. „Við fögnum því láni núna að hér hefur ekkert smit greinst undanfarna fimm daga,“ sagði Katrín.

Hún sagði ákveðið tækifæri felast í þessu umfangsmikla verkefni, að skima alla sem koma hingað til lands. „Þetta er tækifæri til að læra meira um þessa veiru sem við erum enn þá að kynnast, því miður, og átta okkur á útbreiðslunni.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -