Fertug íslensk kona er í gæsluvarðhaldi á Tenerife á Spáni grunuð um að hafa ráðist á mágkonu sína og tengdamóður í síðustu viku en Vísir greinir frá. Málið hefur ekki komið á borð borgaraþjónustunnar. Konan á að hafa ráðist á konurnar seint á föstudagskvöldi eftir að hafa farið í uppnám að sonur hennar væri ennþá vakandi. Konan hafi ráðist fyrirvaralaust á mágkonu sína og tengdamóður og meðal annars hent í þær vínglösum og hent þeim í gólfið. Þá hafi konan einnig hrint tengdaföður sínum í gólfið. Í gögnum sem Vísir hefur kom bróðir konunnar á vettvang og náði að róa hana en tengdamóðirin á að hafa skorist á vinstri framhandlegg. Þá hafi herbergið sem árásin átti sér stað í að vera þakið blóði. Einnig er tekið fram að konan þjáist að geðhvarfasýki og sé á lyfjum vegna þess.