Föstudagur 28. júní, 2024
8.1 C
Reykjavik

FG gerði starfslokasamning við Pál Vilhjálmsson: „Ég er mjög sáttur og á eingöngu góðar minningar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skólameistari Fjölbrautastkólans í Garðabæ samdi við Pál Vilhjálmsson kennara um starfslokasamning síðastliðið haust en Páll lét af störfum í vor.

Páll Vilhjálmsson hefur verið afar umdeildur vegna skrifa hans á Moggabloggi sínu en þar hefur hann oft þótt fara yfir strikið í skoðunum sínum um menn og málefni. Í fyrra brást skólameistari FG, Kristinn Þorsteinsson, við bloggfærslu Páls árið 2023, þar sem Páll full­yrðti að Sam­tök­in ’78 séu í hópi með aðilum sem aðhyll­ist barnagirnd og að trans fólks sé haldið ranghugmyndum, með bréfi til foreldra og nemenda skólans. Í bréfinu sagði skólameistarinn að nemendur þyrftu ekki að mæta í tíma hjá Páli en að ekki væri unnt að bregðast frekari við skrifum hans. Mbl.is sagði frá málinu.

Í samtali við Mannlíf segir Páll það þekkt að þess hafi verið krafist að hann myndi hætta kennslu við skólann vegna bloggskrifa sinna.

„Það er þekkt að vegna bloggskrifa minna var þess krafist að ég yrði látinn hætta störfum sem kennari í FG. Ég er íhaldsmaður í skoðunum og það fellur ekki í kramið hjá vinstrisinnum. Þá er einnig þekkt að skólastjóri hefur sagt opinberlega að skoðanir mínar séu honum ekki að skapi. En á Íslandi er tjáningarfrelsi og ég hef þurft að verjast vinstrimönnum úr röðum blaðamanna í dómssal sem vilja þagga niður í mér.“

Samkvæmt Páli ræddi skólameistarinn við hann í haust um starfslok hans og var samið um starfslokasamning.

„Ég átti samtöl síðast liðið haust við skólameistara FG um starfslok mín. Niðurstaðan var starfslokasamningur sem fól í sér að ég lét af störfum í vor. Að öðru leyti er starfslokasamningurinn trúnaðarmál.“

- Auglýsing -

Aðspurður hvort þeir Kristinn hafi skilið sáttir svarar Páll:

„Þú spyrð hvort ég sé sáttur. Ég er mjög sáttur við að hafa fengið tækifæri til að kynnast og kenna ungmennum í FG í 16 ár og á eingöngu góðar minningar. Ég er einnig sáttur að hætta kennslu í vor og er jafnframt sáttur við starfslokasamninginn. Hvort skólameistari sé sáttur veit ég ekki.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -