Föstudagur 27. desember, 2024
4 C
Reykjavik

FIFA horfir til Íslands: Alþjóðleg rannsókn á máli Þórhildar Gyðu og KSÍ

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Siðanefnd FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins, rannsakar nú viðbrögð og framkomu Knattspyrnusambands Íslands í máli þar sem Þórhildur Gyða Arnarsdóttir kærði landsliðsmanninn Kolbein Sigþórsson fyrir ofbeldi gegn sér árið 2017.

Þetta herma heimildir Mannlífs. Samkvæmt þeim á Þórhildi Gyðu að hafa borist fyrirspurnir frá FIFA um málið.

Á málið að hafa yfir sér þann blæ að um sé að ræða rannsókn á því hvort KSÍ hafi haft óeðlileg afskipti af málinu og þaggað það niður með einhverjum hætti.

Blaðamaður Mannlífs hafði samband við Þórhildi Gyðu en hún vildi ekki tjá sig um málið. Lögmaður hennar, Gunnar Ingi Jóhannsson vildi heldur ekki tjá sig efnislega um fyrirspurn blaðamanns. Hann sagðist hvorki geta staðfest né neitað því að umrædd rannsókn væri í gangi, né heldur hvort Þórhildi Gyðu hefði borist fyrirspurnir frá FIFA. Ef svo væri, hlyti að vera um trúnaðarmál að ræða.

„Ég get ekki staðfest eða neitað fyrir það að slíkt hafi borist en efni þess væri þá væntanlega trúnaðarmál,“ sagði Gunnar Ingi.

Árið 2017 kærðu þær Þórhildur Gyða Arnarsdóttir og Jóhanna Helga Jensdóttir Kolbein Sigþórsson, landsliðsmann í fótbolta, fyrir ofbeldisbrot gegn þeim. Stjórn KSÍ var upplýst um málið. Komið var á sáttafundi á sínum tíma þar sem Kolbeinn samþykkti að greiða út bætur vegna málsins gegn því að kærurnar yrðu felldar niður.

- Auglýsing -

Þórhildur Gyða greindi frá málinu í sumar eftir að Guðni Bergsson, fyrrum formaður KSÍ, hafði sagt frá því í Kastljósi að sambandinu hefði aldrei borist erindi vegna ofbeldis landsliðsmanna. Þórhildur Gyða sagði meðal annars frá því að henni hefði á sínum tíma verið boðið á fund með stjórnarmeðlimum KSÍ og tilteknum landsliðsmanni, þar sem bera átti undir hana þagnarskyldusamning.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -