Fimm Íslendingar voru settir í sviðsljósið af NFL-liðinu New England Patriots en fimmmenningarnir ferðuðust til Bandaríkjanna til að horfa á leik með liðinu.
Þeir Arnór, Ármann, Jóhann, Anton og Hermann ákváðu að skella sér á leik með NFL-liðinu og tilkynntu þeir komu sína á spjallsvæði stuðningsmanna liðsins á Reddit. Þar báðu þeir um ábendingar og hjálp varðandi hvernig þeir ættu að nálgast þetta verkefni, ef svo mætti kalla. Þeir vildu taka þátt í „Tailgate-veislu“ en slíkt er vinsælt meðal NFL-stuðningsmanna fyrir leiki. Í stuttu máli þá snýst það um að drekka áfengi og borða saman mat á bílastæði leikvalla fyrir leik. Þessi færsla Íslendinganna á Reddit vakti svo mikla athygli að New England Patriots fylgdist með viðveru þeirra í veislunni og birti stórskemmtilegt myndband á Twitter-síðu liðsins, sem er hægt að sjá fyrir neðan.
Þeir mættu með harðfisk, Brennivín og íslenskan bjór til að gefa bandarískum stuðningsmönnum að kynnast íslenskri matarhefð.
An Icelandic introduction to Patriots tailgates.@budlight | #EasyToSunday pic.twitter.com/eKUmlQ4hiQ
— New England Patriots (@Patriots) December 20, 2023