Fimmtudagur 14. nóvember, 2024
9.5 C
Reykjavik

Vetrarólympíuleikarnir í Peking voru settir í dag – fimm Íslendingar keppa á leikunum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Vetrarólympíuleikarnir í Peking voru settir í dag, en fimm Íslendingar keppa á leikunum.

Íslendingarnir fimm eru þau Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, Isak Stianson Pedersen, Kristrún Guðnadóttir, Snorri Einarsson og Sturla Snær Snorrason.

Hólmfríður Dóra mun keppa í alpagreinum kvenna í svigi, stórsvigi og risasvigi.

 

Sturla Snær verður fulltrúi Íslands í alpagreinum karla og keppir í svigi og stórsvigi.

- Auglýsing -

 

Í skíðagöngu kvenna mun Kristrún svo vera á meðal keppenda í sprettgöngu. Snorri mun keppa í 15 km skíðagöngu með frjálsri aðferð, 30 km skiptigöngu, 50 km göngu í hópstarti með hefðbundinni aðferð og liðakeppni í sprettgöngu. Isak keppir í sprettgöngu og liðakeppni í sprettgöngu sömuleiðis.

- Auglýsing -

Sturla Snær, Snorri og Isak kepptu allir á leikunum í PyeongChang 2018 en Hólmfríður og Kristrún eru á leið á sína fyrstu Ólympíuleika.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -