Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Fimm menn komu að hræðilegu flugslysi: „Ég held að þetta sé það versta sem við höfum lent í“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fimm manna hópur úr björgunarsveitum Kópavogs var fyrstur á vettvang hræðilegs flugslyss. Um borð í flugvélinni voru þrír þýskir feðgar en vélin brotlenti í klettabelti í 500 metra hæð í Eystra-Horni, þar kviknaði í henni, allir farþegarnir létust. Harmleikurinn átti sér stað í ágúst árið 1998.

Ég held að þetta sé það versta sem við höfum lent í. Annars er það misjafnt hvemig svona leggst í menn,“ sagði Vilhelm Gunnarsson, einn þeirra sem kom að slysstað. Vilhelm segir misjafnt hvaða áhrif svona lagað hefur á fólk. Hann segir þá fimm sem komu þarna að, hafa aðallega hugsað til fjölskyldu feðganna.

400 björgunarsveitarmenn leituðu vélarinnar á um 100 ferkílómetra svæði í klettunum. Loks fann leitarhópur Vilhelms vísbendingar. „Við komum gangandi meðfram fjörunni þegar við fundum dekk af flugvél. Við hófum að leita betur rétt í kring. Ég hélt að vélin væri kannski í um hundrað metra fjarlægð. Síðan gekk ég á að giska 400 metra upp fjaflið. Þá hafði ekkert brak fundist. Ég ákvað þá að fá fleiri leitarmenn og við skiptum liði. Síðan, um 50 metrum ofar, var flakið af vélinni.” Vilhelm segist hafa skýrt fyrir leitarmönnum við hverju mætti búast í svona aðstæðum. Þegar þeir nálguðust flakið var mönnum gefinn kostur á að velja hvort þeir héldu áfram eða sneru við. Svona lagað tekur mikið á. Í vélinni voru þrír feðgar, flugmaðurinn var 46 ára, annar sonanna tvítugur og hinn aðeins tólf ára.

„Flakið lá dreift um svæöið. Við fimm sem fórum alla leið sáum strax að það var ekkert hægt að gera gagnvart þeim sem í vél- inni vora. Það sást um leið og við kom- um og sáum fyrstu bútana af vélinni. Það var ekki um neitt slíkt að ræða þama. Það haföi enginn átt lífs von sem lenti þama.“

Vilhelm segir sína menn hafa upplifað ýmislegt en enginn þeirra hafði áður komið að flugslysi. Leitarmönnum var boðin áfallahjálp.

„Flugmaður flugvélarinnar tilkynnti um klukkan 12.45 að hann væri í aðfluginu við flugvöllinn á Höfn. Vélin var að koma frá Reykja- vík. Klukkan 13 nam Stokksnesrad- arinn neyðarkall vélarinnar. Neyðarsendir fór í gang en slokknaði áður en staðsetja tókst vélina,“ sagði í frétt DV, þegar leitin stóð sem hæst.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -