Davíð Tómas Tómasson, körfuhnattleiksdómari og rappari, skrifaði færslu í dag þar sem hann segir frá mjög leiðinlegum skilaboðum sem hann fékk send á sig í gærkvöldi. Davíð hafði þá dæmt oddaleik Njarðvíkur og Þórs í 8. liða úrslitum karla í körfuknattleik en leikurinn var mjög jafn og fór í framlengingu en heimaliðið vann eftir flautukörfu.
„Í gær dæmdi ég oddaleik Njarðvíkur og Þórs í 8.liða úrslitum karla. Leikurinn var jafn og spennandi nánast allan tímann og gríðarlega vel leikinn. Hann fer í framlengingu og heimaliðið vinnur eftir að skora flautukörfu nálægt miðjunni. Lygilegur endir á frábærum leik!“ Þannig hefst færsla Davíðs og heldur svo áfram:
Segir Davíð í færslunni að á 17 ára ferli sínum sem dómari hafi hann fengið óteljandi skilaboð af sama meiði og þau sem hann fékk í gær. Segist hann hafa farið yfir dómgæsluna fram á nótt og komist að þeirri niðurstöðu að leikurinn hafi verið „gríðarlega vel dæmdur“ eins og hann orðar það:
Í lokaorðum sínum talar Davíð um kynslóðaskipti í körfuboltadómgæslu á Íslandi:
Með færslunni lét hann fylgja eftirfarandi skjáskot af einum skilaðboðunum: