Föstudagur 7. febrúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Fimm samtök boða mótmæli við bandaríska sendiráðið: „Ofbeldið læðist að okkur eins og þoka“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fimm samtök boða mótmæli við bandaríska sendiráðið.

Á morgun, laugardaginn 8. febrúar er boðað til mótmæla við bandaríska sendiráðið á Engjateigi 7, Reykjavík. Fimm samtök standa á bakvið mótmælin sem hefjast klukkan 14:00 en þar á meðal eru samtökin No Borders Iceland og Félagið Ísland-Palestína.

Í lýsingu á viðburðinum á Facebook segir að ótal mannréttindi hafi nú þegar verið framin síðan Donald Trump tók aftur við embætti forseta Bandaríkjanna. Nefnd eru ýmis dæmi, meðal annars um að Trans fólki sé neitað um skilríki og að unnið sé að því að banna samkynhneigðum einstaklingum að gifta sig. Þá er einnig minnst á tugþúsundir manna sem eigi nú að senda í einangrunarbúðirnar á Guantanamo Bay.

Hér má lesa textann í heild sinni:

„Frá því að Donald Trump tók aftur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar síðastliðinn hafa ótal mannréttindabrot nú þegar verið framin.

Trans fólki er neitað um skilríki og unnið er að því að fella úr gildi rétt samkynhneigðra einstaklinga til þess að gifta sig. Til stendur að brottvísa á tugþúsundum manns til einangrunarbúðanna, Guantanamo Bay. Foreldrar eru rifin burt frá börnum sínum og send úr landi. Eftir sitja börnin í algjöri óvissu og erfiðum aðstæðum, þau sett í fóstur og eiga á hættu allskonar misrétti.

Nú hefur Trump gefið út yfirlýsingu þess efnis að Bandaríkin muni taka yfir Gasasvæðið og gera það að baðströnd í eigu Bandaríkjanna. Þá hefur hann í hyggju að þvinga á brott alla Palestínumenn sem búa á Gaza, mögulega með hervaldi. Hér er um að ræða afdráttarlaus áform um landrán og þjóðernishreinsun.

- Auglýsing -

Afstaða Bandaríkjanna í dag gagnvart jaðarsettum hópum er hættulegt heiminum, og á meðan heimurinn brennur skrifaði Trump nýverið undir tilskipun um að Banda­ríkin segi sig frá París­arsamkomulaginu en Bandaríkin losa einna mest gróðurhúsalofttegunda af ríkjum heimsins.

Stjórnvöld Bandaríkjanna bera þá skyldu að sýna fordæmi með því að færa sig frá og hætta notkun á jarðefna­eldsneyti og styðja við græna orku á þann hátt sem virðir og verndar mann­rétt­indi. Lofts­lags­breyt­ingar leiða til hung­urs­neyðar, aukins fjölda flótta­fólks, fátæktar og heimilisleysis um heim allan.

Trump sýnir sömuleiðis alþjóð­legri lýðheilsu lítilsvirð­ingu þar sem hann tók þá þröngsýnu ákvörðun að fella niður aðild Banda­ríkj­anna að Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­un­inni (e. WHO). Banda­ríkin hafa verið einn stærsti fjárhagslegi bakjarl Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­un­ar­innar og er mikil­vægur samstarfs­aðili þegar kemur að því að tryggja alþjóð­legt samstarf sem stuðlar að bættu heil­brigði innan aðildarríkja sem vinnur að því að allt fólk, óháð aðstæðum geti fengið aðgang að nauðsynlegri heil­brigð­is­þjón­ustu.

- Auglýsing -

Ofbeldið læðist að okkur eins og þoka og nú þurfum við að standa þétt við bakið á okkar berskjaldaðasta fólki. Það hefur aldrei verið jafn mikilvægt að sýna samhug og stuðning í verki með því að vera sýnileg á mótmælum og nota rödd okkar eins og við mögulega getum. Sýnum okkar fólki á Íslandi og um allan heim sem er logandi hrætt vegna ástandsins að okkur stendur ekki á sama.

Við getum ekki samþykkt þessa aðför, það er kominn tími til þess að við látum í okkur heyra! Við krefjumst þess að ríkisstjórn Íslands sýni í verki að ekki sé samstarfsvilji með ríkjum sem virða mannréttindi og alþjóðalög að vettugi.

Komum saman fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna laugardaginn 8. febrúar klukkan 14:00 og látum í okkur heyra!“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -