Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Sjötta eldgosið á Reykjanesskaga – Samantekt fyrri gosa

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eldgos á Reykjanesskaga hófst á sjötta tímanum í morgun. Á síðastliðnum þremur árum eða frá mars 2021 hafa sex eldgos verið. Það lengsta varði í hálft ár, það stysta 44 klukkustundir.

Geldingardalir, 19. mars 2021

Fyrsta gosið hófst í Geldingardölum 19. mars 2021. Markaði það upphaf eldgosatímabils á Reykjanesskaganum, sem enn stendur yfir. Eldgosið stóð yfir í hálft ár.

Merardalir, 3. ágúst 2022

Annað eldgosið hófst í Merardölum við Fagradalsfjall 3. ágúst 2022. Líkti það til fyrsta gossins. Eldgosið stóð yfir í um það bil þrjár vikur.

Litli-Hrútur, 10. júlí 2023

- Auglýsing -

Þriðja eldgosið hófst við Litla-Hrút 10 júlí 2023. Átti gosið upptök sín úr sama kvikugangi og fyrri gosin tvö. Samkvæmt Brunavörnum Suðurnesja fylgdu mestu gróðureldar Íslands. Eldgosið stóð yfir í fjórar vikur.

Sundhnjúkagígaröð, 18. desember 2023

Fjórða gosið hófst rétt fyrir jól í Sundhnjúkagígaröð 18. desember. Ólíkt fyrri gosum, gaus úr öðrum kvikugangi. Hús og innviðir skemmdust í kjölfar mikilla skjálfta. Eldgosið varði í 60 klukkustundir.

- Auglýsing -

Sundhnjúkagígaröð, 14. janúar 2024

Fimmta eldgosið sem hófst 14. janúar Eldgosið stóð yfir í rétt tæpar tvo sólarhringa eða 44 klukkustundir. Byggð í Grindavík var stórkostlegri hættu. Hús og innviðir skemmdust í kjölfar mikilla skjálfta og kviku sem streymdi inn í bæinn.

Sundhnjúkagígaröð, 8. febrúar 2024

Sjötta gosið hófst í morgun úr sama kvikugangi og fyrra gos.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -