Mánudagur 21. október, 2024
0.7 C
Reykjavik

Fimmtán ára drengur týndur í tvo sólarhringa – Gaf sig fram við lögreglu blautur og kaldur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fimmtán ára drengur strauk að heiman 20 mínútum eftir að hann hafði verið fluttur þangað frá meðferðarheimilinu Stuðla, í kjölfar brunans. Hans er enn leitað.

Mbl.is segir frá því að fimmtán ára drengur, sem hafði verið vistaður á meðferðardeild Stuðla síðan í ágúst, hafi verið keyrður heim til foreldra sinna eftir brunann á Stuðlum á laugardagsmorgun. Foreldrarnir fengu einungis korters fyrirvara. Aðeins 20 mínútum síðar var hann strokinn og hefur ekki enn fundist, tveimur sólarhringum síðar.

„Við feng­um bara sím­tal og okk­ur sagt að það hefði komið upp bruni og að skjól­stæðing­um yrði skutlað heim. Svo var hann kom­inn hingað kort­éri seinna,“ seg­ir móðir drengs­ins í sam­tali við mbl.is.

Áður hafði drengurinn strokið fjórum sinnum af Stuðlum og sagði móðir hans það hafa verið viðbúið að hann myndi hlaupa á brott af heimili sínu.

Fjölskyldan hefur verið frávita af áhyggjum síðan drengurinn strauk en hann á við fíkniefnavanda að stríða en móðir hans býst við að hann fari í sama far og áður og byrji að neyta fíkniefna á ný.

Uppfært:

- Auglýsing -

Pilturinn er fundinn en hann gaf sig sjálfur fram við lögreglu upp úr hádegi í dag. Var hann blautur og kaldur eftir að hafa verið úti á vergangi samkvæmt móður hans sem ræddi við Vísi.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -