Laugardagur 18. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Fimmtug prestsfrú hjólaði hringinn í kringum landið með tösku fulla af sparikjólum.

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Árið 1987 taldist það til tíðinda að sjá hjólreiðafólk á hringveginum. Alla jafna var þá um að ræða ævintýrasólgna ferðamenn. Hin fimmtuga prestsfrú, Auður Guðjónsdóttir, vakti þar af leiðandi töluverða athygli þegar til hennar sást á á forláta þriggja gíra kvenmannshjóli með fótbremsu og með sjö sparikjóla í farteskinu.

Auður Guðjónsdóttir, sem þá var búsett í Bergland í norðvesturhluta Ontario í Kanada, var ævintýragjörn og hafði lengi dreymt um slíka ferð. Hún lét því slag standa árið sem hún hún fagnaði 30 ára útskriftarafmæli og 50 ára afmælisári sínu. Löngunin til að kynnast landinu betur og bjóða liðagigtinni, sem farin var að hrjá hana, birginn.

Auður hló að því lengi og sagði frá hvernig ferðataskan hafi fyllst á leiðinni af ómótstæðilegum sparikjólum sem tískuverslanir landsbyggðarinnar höfðu lokkað hana til að kaupa. 

Foreldrar Auðar, sem voru búsettir í Reykjavík, tóku vel á móti henni þegar hún kom til landsins frá Kanada en reyndu að fá hana ofan af ferðinni. Þegar þau fundu að ekki var hægt að tala hana til keyptu þau handa henni, til láns, nýtt reiðhjól. 

Ferðin

Auður hóf ferðina í Reykjavík, 6. júní 1987, á laugardegi fyrir hvítasunnu og fór fyrsta legginn til Hveragerðis og var hún þrjá og hálfan tíma á leiðinni. Hún lýsir því að stanslaus umferð hafi verið úr Reykjavík þann daginn og að allir nema fjórir bílstjórar voru tillitsamir. Þeir fjórir sem voru það ekki flautuðu á hana og hrópuðu að henni fúkyrðum.

- Auglýsing -

Ferðin var lítið skipulögð og lét Auður hverjum degi nægja sína þjáningu og gleði. Þannig varðist Auður því að verða fyrir vonbrigðum, að missa af rútu eða koma of seint. Þannig var hún ein með sinni gleði og eftirvæntingu – en þó aldrei ein. Í lok fréttar Morgunblaðsins var Auður spurð hvort hún kviði ekki slæmu veðri eða erfiðum brekkum. „Nei, ég kvíði engu, ég hlakka aðeins til. Ég finn að ég nýt verndar og leiðsagnar og hvernig ætti ég þá að kvíða.“

Ferðin gekk slysalaust og tók Auði 25 daga. Hún lagði undir sig frá sex upp í 140 kílómetra á dag. Í samtali við fréttaritara Morgunblaðsins 17. Júní 1987 sagði Auður: „Ég var nú ekki sérlega fyrirhyggjusöm eða vel út búin. Ég keypti ekki bætur á dekkin fyrr en á Höfn í Hornafirði og regngalla fékk ég mér ekki fyrr en á Stöðvarfirði. Mig langar til að taka það fram að ég bað fyrir hverjum degi í ferðinni. Lengsti áfangi ferðarinnar var frá Stykkishólmi til Borgarness og Hvanneyrar í Borgarfirði, með smá lengingu á leiðinni, og sá næstlengsti, 130 kílómetrar, var frá Möðrudal að Holtakoti í Ljósavatnshreppi. Vegirnir eru margir hverjir erfiðir yfirferðar, einkum Mýrdalssandur og Öræfi, og oft varð ég að teyma hjólið. Til dæmis var ég klukkutíma að baksa upp Víkurskarð með vindinn í fangið, en aðeins sjö mínútur að fara niður hinum megin. Merkingum er líka víða áfátt, einkum við fjallvegi, ár, skóla og prestssetur.“

Mynd / skjáskot timarit.is

Ekki sprakk dekk hjá Auði fyrr en eftir 1.400 kílómetra. 

- Auglýsing -

Þegar hringnum var lokið heiðraði starfsmaður reiðhjólaversluninnar Örninn hana og færði henni blóm og konfekt. Í Morgunblaðinu frá 18. júlí 1987 segir:

„Auður sagðist lítið sem ekkert hafa æft sig fyrir ferðina. „Ég fór bara hægt af stað og smá jók svo hraðann eftir því sem ég komst í betri þjálfun. Ferðin gekk mjög vel og ég varð aldrei einmana. Þvert á móti kunni ég því vel að vera ein. Ég valdi yfirleitt næsta áfangastað að morgni og gisti bæði hjá kunningjum og í svefnpokaplássum. […]

 Mig langar til að taka það fram að ég bað fyrir hverjum degi í ferðinni.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -